Viðskipti innlent

Gengisvísitalan sló enn eitt metið í dag

Gengisvísitalan endaði í 178,2 stigum í lok dags og er það fjórði dagurinn í röð sem vísitalan endar í nýju hámarki.

Greining Landsbankans fjallar um málið í Vegvísi sínum. Þar segir að þrátt fyrir jákvæða þróun á erlendum mörkuðum í kjölfar aðgerða erlendra seðlabanka í morgun ásamt staðfestingu matsfyrirtækisins Moody's á lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins veikist krónan.

Krónan veiktist um 1,3% frá opnun markaða og hefur veikst um 6,1% það sem af er vikunni. Veiking krónunnar hefði ef til vill orðið meiri ef þróun á erlendum mörkuðum hefði verið verri.

Í lok dags var gengi evrunnar 136 kr., dollarans 94,7 kr. og pundsins 171,9 kr. Velta á gjaldeyrismarkaði nam 58 milljörðum kr. í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×