Erlent

Mannfall í árás á sendiráð Bandaríkjanna í Jemen

Sendiráð Bandaríkjanna í Jemen.
Sendiráð Bandaríkjanna í Jemen.

Hópur fólks mun hafa særst þegar sprengja sprakk við sendiráð Bandaríkjamanna í Sanaa, höfuðborg Jemens, í morgun.

Talið er að um bílsprengju hafi verið að ræða og fylgdu nokkrar sprenginar í kjölfarið. Hersveitir hafa þegar umkringt sendiráðið og bárust fregnir af því að þær hefðu skipst á skotum við einhverja menn. Enginn hinna slösuðu mun vera úr hópi starfsmanna sendiráðsins eftir því sem Reuters hefur eftir heimildarmanni.

Hópur að nafni Islamic Jihad segist bera ábyrgð á árásinni og hótaði frekari árásum annars staðar við Persaflóa eftir því sam Al-Arabiya fréttastofan greindi frá. Hvatti uppreisnarhópurinn forseta Jemens til að leysa nokkra af félögum Islamic Jihad úr haldi.

Ótryggt ástand hefur verið í Jemen og ákváðu Bandaríkjamenn fyrr á þessu ári að fækka nokkuð í sendiráðinu eftir að skotið hafði verið á það. Stjórnvöld í Jemen styðja Bandaríkin í stríðinu gegn hryðjuverkum en al-Qadia hefur látið að sér kveða í landinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×