Erlent

Varaforseti Obama afhjúpaður í dag

Fastlega er búist við því að Barack Obama, forsetaefni Demókrata í Bandaríkjunum, tilkynni um varaforsetaefni sitt í dag. Hann hefur sagt blaðamönnum að hann hafi þegar tekið ákvörðunina og að þingmenn og stuðningsmenn flokksins auk blaðamanna fái SMS skilaboð síðar í dag með nafni varaforsetaefnisins.

Búist er við því að tvíeykið komi fyrst fram opinberlega á fundi í Illinois ríki á morgun. Joe Biden eða Tim Kaine þykja líklegastir til að hreppa hnossið en sumir flokksmenn halda í vonina um að Obama komi á óvart og tilnefni Hillary Clinton eða jafnvel Al Gore.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×