Viðskipti innlent

Segja tímakaup lögmanns álíka og að leigja dýpkunarskip

Kjörnir skoðunarmenn ársreiknings Fjórðungssambands Vestfirðinga gera athugasemdir við háan reikning frá lögmannsstofu með þeim orðum að tímakaupi sé álíka hátt og það sem Landhelgisgæslan taki fyrir heilt skip við dýptarmælingar.

Skoðunarmennirnir segja að klukkustundar vinna lögmannsstofunnar kosti um 18.000 kr. með virðisaukaskatti og rúmlega dagsverk kosti því um kvart milljón. Það veki athygli að þetta sé áþekkt tímakaup og Landhelgisgæslan taki fyrir dýptarmælingar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×