Handbolti

Ofboðslega stoltur af liðinu

Henry Birgir Gunnarsson í Peking skrifar
Landsliðsþjálfararnir Guðmundur Guðmundsson og Óskar Bjarni Óskarsson. Mynd/Vilhelm
Landsliðsþjálfararnir Guðmundur Guðmundsson og Óskar Bjarni Óskarsson. Mynd/Vilhelm

„Það er rosalega þungu fargi létt af mér núna. Mér finnst við vera búnir að vinna fyrir þessu og eigum þetta skilið," sagði glaðbeittur þjálfari íslenska landsliðsins, Guðmundur Guðmundsson, eftir jafnteflið mikilvæga gegn Dönum sem tryggði Íslandi farseðilinn í átta liða úrslit í handboltakeppni Ólympíuleikanna.

„Við náðum þessu á eigin forsendum og tryggðum þetta sjálfir. Ég er ofboðslega stoltur af liðinu og þeim karakter sem það sýndi í leiknum. Það var frábært að sjá þetta Við vorum í vandræðum í vörninni framan af en sýndum þolinmæði og þrautseigju. Varnarleikurinn var miklu betri í síðari hálfleik og Hreiðar datt í gang með betri vörn sem hann hafði ekki þessa vörn í fyrri hálfleik. Við áttum það inni að ná stigi gegn Dönum eftir mörg svekkjandi töp á síðustu árum," sagði Guðmundur í samtali við Henry Birgi Gunnarsson, blaðamann Fréttablaðsins, sem staddur er í Peking.

Logi Geirsson fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og var ekki par ánægður með það. „Þetta rauða spjald var ósanngjarnt og alger óþarfi. Ég snerti varla manninn. Ég nenni annars ekkert að velta mér upp úr þessu. Jafntefli varð raunin og mér er alveg sama um allt annað. Nú er það bara átta liða úrslitin fram undan og mikið fjör," sagði Logi Geirsson sem var rekinn upp í stúku fyrir litlar sem engar sakir af slökum sænskum dómurum.

Þjálfari danska landsliðsins var verulega svekktur eftir leikinn og sagði í samtali við Danmarks Radio að Íslendingar hafi stolið sigrinum af Dönum
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×