Erlent

Hillary Clinton hvetur til stuðnings við Obama

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hillary Clinton öldungadeildarþingmaður hvatti demókrata til að styðja Barack Obama í bandarísku forsetakosningunum. Þetta kom fram í máli hennar þegar hún ávarpaði landsþing Demókrataflokksins í Denver í gærkvöldi.

 

Stuðningsmenn Hillary hafa ekki allir verið jafn-jákvæðir í garð Obama en hún lagði á það mikla áherslu að hann nyti fulls trausts hennar og nú yrðu demókratar að gjöra svo vel og tryggja kjör hans í Hvíta húsið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×