Erlent

Níu ár í viðbót fyrir að kveikja í fangaklefa

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Fangi í Illinois í Bandaríkjunum sem afplánar 38 ára dóm fyrir vopnað rán og morð fékk níu ára fangelsisvist í viðbót ofan á fyrri dóm sinn fyrir að kveikja eld í fangaklefa sínum.

 

Þetta gerði hann til að lýsa óánægju sinni með að vera færður í annan klefa en þangað var hann færður eftir að hafa mölbrotið klósett í sínum eigin klefa í æðiskasti. Fangavörður sem slökkti eldinn í klefa mannsins brenndist lítillega og þurfti að leita læknis. Má fanginn nú búast við að dómur hans nálgist í heildina hálfa öld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×