Erlent

Innanlandsflug í Bandaríkjunum tafðist vegna bilunar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Miklar tafir urðu á innanlandsflugi í Bandaríkjunum í gær vegna bilunar í tölvukerfi flugmálastjórnar þar í landi. Gerði bilunin það að verkum að keyra þurfti allar flugáætlanir gegnum tölvukerfi flugmálastjórnar í Salt Lake City sem annaði ekki álaginu.

 

Eftir hádegið tókst að koma hlutunum í eðlilegt horf en þetta gerði það að verkum að tafir urðu á innanlandsflugi mjög víða allt þar til seint í gærkvöldi. Þá var vonskuveður sums staðar á austurströndinni sem bætti ekki úr skák.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×