Erlent

Aldraðir en illræmdir Argentínumenn dæmdir í lifstíðarfangelsi

Bussi (th) og Menendez voru dæmdir í lífstíðarfangelsi. Mynd/ AFP.
Bussi (th) og Menendez voru dæmdir í lífstíðarfangelsi. Mynd/ AFP.

Tveir illræmdustu menn úr argentínsku herstjórninni hafa verið dæmidr í lífstíðarfangelsi. Hinn áttatíu og tveggja ára gamli Antonio Bussi og hinn áttatíu og eins árs gamli Luciano Benjamin Menendez voru fangelsaðir fyrir að ræna fyrrverandi öldungadeildarþingmanni í apríl árið 1976.

Bussi og Menendez tilheyrðu herstjórn sem var við völd í landinu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Á þeim tíma voru tugþúsundir manna pyntaðir og drepnir í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×