Viðskipti erlent

Hóta að þjóðnýta breska banka

Gordon Brown
Gordon Brown MYND/AP

Breska ríkisstjórnin hótar að þjóðnýta breska banka geri stjórnendur þeirra ekki allt sem í þeirra valdi stendur til að bjarga smærri fyrirtækjum í kröggum. Breska ríkið hefur dælt milljörðum punda í helstu banka Bretlands til að bjarga þeim úr fjárhagsvanda.

Samkvæmt breska blaðinu Independent hafa breskir ráðamenn nú gert bankastjórum grein fyrir því að þeir séu æfareiðir yfir því að lítið af þessu fé hafi verið notað til að bjarga fyrirtækjum. Auk þess eru þeir gangrýndir fyrir háa húsnæðisvexti og að ganga of hart af almenningi sem sé skuldum vafinn.

Tölur frá í gær sína að hert hafi verið á eignaupptöku vegna skulda og hún aukist um tólf prósent á þriðja fjórðungi þessa árs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×