Erlent

10 látnir eftir sprengingu í Kandahar

Hamid Karzai
Hamid Karzai

10 létust þegar sprengja sprakk í vegkanti í Kandahar í Afganistan í morgun. Þeir sem létust voru allir almennir borgarar.

Sprengjan sprakk í Shah Wali Kot hverfinu sem er í norðurhluta borgarinnar.

Á sama tíma mótmætu hundruðir manna loftárás Bandaríkjamanna í Herat héraði á föstudag. Talið er að 76 almennir borgarar hafi látið lífið í árásinni. Bandaríkjamenn neita því og segja að hinir látnu séu allir vígamenn úr röðum Talibana.

Hamid Karzai, forseti Afganistan, fordæmdi árásina í dag. Málið er afar viðkvæmt í landinu enda hafa 255 saklausir Afganir látið lífíð í árásum sem voru ætlaðar vígamönnum á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×