Viðskipti erlent

Kröfuhafar Lehman Brothers fá greitt með listaverkum

Hinn gjaldþrota bandaríski fjárfestingarbanki Lehman Brothers áformar nú að selja umfangsmikið listaverkasafn sitt til að greiða kröfuhöfum í þrotabúið.

Þetta kemur fram á Bloomberg-fréttaveitunni. Lehman Brothers á um 3.000 listaverk sem geymd eru í New York og Paris. Verðmæti þeirra er talið nema tæplega 60 milljónum dollara eða hátt í 8 milljörðum kr.. Þetta er þó aðeins lítið brot af heildarkröfunum í þrotabúið.

Hinsvegar má reikna með að verðmætið minnki ef verkin fara öll í sölu í einu. Og fram kemur í frétt Bloomberg að Richard S. Fuld Jr., fyrrum forstjóri Lehman og kona hans, hafi selt 16 teikningar í sinni eigu fyrir rúmlega 1,6 milljarð kr. Það reyndist rúmlega 200 milljónum kr. minna en verðmatið var á verkunum.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×