Mitt framlag í aðgerðarpakka Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar 14. nóvember 2008 15:35 Mér líður eins og ljóni í búri. Allt er á hreyfingu, hreyfingu niður á við. Mér líður eins og ljóni í búri vegna þess að ég hef næga orku til athafna en finns ég ekki vera í aðstöðu til að gera nokkurn skapaðan hlut. Ef nú væri Sturlungaöld þá færi ég út og hyggi mann og annan. Þeir eru margir sem ættu það skilið. En þannig eru nú ekki lausnir samtímans og því sit ég hér og skrifa. Skrifa niður þau atriði sem að mínu áliti er nauðsynlegt að framkvæma og gætu komið þjóðinni til góða. Þjóðinni sem ég ann. Ég er reiður. Ég er reiður vegna þess að ráðamenn þjóðarinnar hafa komið því þannig fyrir að það virðist allt stefna í að ég geti ekki boðið börnum mínum það sama og mér var boðið í æsku, hafi ekki sömu tækifæri.Ég vil gera það sem ég get til þess að koma í veg fyrir það. Hér á eftir koma tillögur sem væru ágætis byrjun að nýrri sókn. Því sókn er besta vörnin. Fyrir það fyrsta þarf að auka kvótann um 20.000 tonn og útdeila þeim á smábáta víðsvegar um landið. Við þurfum að nýta frystihúsin og mannaflann sem best og fara að fullvinna allan þann fisk sem við getum í stað þess að senda hann óunninn úr landi. Auðlindagjaldið gæti verið ódýr fiskur fyrir landsmenn. Þetta er atvinnuskapandi aðgerð og hægt að framkvæma hana strax. Við þurfum að auka landbúnaðarframleiðsluna. Það bæði eykur matvælaöryggi þjóðarinnar sem er í molum og skapar atvinnu, bein og afleidd störf. Nú framleiðum við ekki nema sem nemur 50% þeirra hitaeininga sem við neytum og 60 % af öllu fersku grænmeti er innflutt. Hægt væri að stórauka grænmetisframleiðsluna. Þannig myndum við skapa atvinnu og minnka innflutning. Fjöldinn allur af smiðum og byggingarverkamönnum er að verða atvinnulaus og hægt væri að skapa einhverjum þeirra verkefni við að byggja gróðurhús fyrir aukna grænmetisrækt og byrgðarstöðvar fyrir korn. Í landinu eru ekki til byrgðarstöðvar fyrir korn nema sem nemur þriggja til fjögurra vikna forða sem er vítavert gáleysi af hálfu stjórnvalda. Margir bændur eru í þeirri stöðu að hafa ekki efni á að ráða vinnuafl eins og þeir hafa gert undanfarin ár. Þarna er annað tækifæri til þess að búa til störf. Ríkið borgar launin í samræmi við atvinnuleysisbætur og bóndinn borgar með mat og í einhverjum tilfellum húsnæði því sá fjöldi fólks sem er við það að missa húsnæði sitt fjölgar ört. Létta þarf undir með grænmetisbændum, selja þeim raforku á sambærilegu verði og stóriðjunni. Það er hægt að gera strax. Frysta þarf verðtrygginguna. Það er hægt að gera strax. Það allra mikilvægasta er að harðneita þeim skilyrðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem eru að kafkeyra þjóðina. Það verður að lækka stýrivexti. Það er hægt að gera strax. Varla er hægt að hugsa sér súrealískari vitleysu en að hafa stýrivexti í 18 prósentustigum við þessar aðstæður. Ef ástæðan fyrir hækkun vaxtanna sé að halda fé erlendra fjárfesta í landinu er það dæmt til að mistakast. Ríkisstjórnin er búin að segja að stýrivextir eigi bara að vera háir til skamms tíma. Þetta vita fjárfestarnir einnig og hafa þess vegna enga ástæðu til þess að halda fé sínu á Íslandi. Svona fjárfestar hafa allan heiminn undir og því í ósköpunum ættu þeir ekki að fara með peningana í burtu eftir allt sem á undan er gengið. Heldur ríkisstjórnin kannski að þeir verði áfram með peningana hér vegna góðrar peningamálastefnu Seðlabankans eða vegna trausts á Seðlabankastjórninni eða jafnvel vegna þess að á Íslandi er svo góð og traust ríkisstjórn. Ég veit með vissu að allt ofannefnt er framkvæmanlegt. Allt sem þarf er vilji og kjarkur. Til eru Íslendingar sem hafa nóg af hvorutveggja. Því miður hefur ríkisstjórnin hvorugt. Ég held að bróðurparturinn af því fólki sem situr nú í ríkisstjórninni hafi farið út í stjórnmál vegna þess að það vildi láta gott af sér leiða fyrir land og þjóð. Það besta sem að það gæti gert landi og þjóð við núverandi aðstæður, er að segja af sér og láta stjórnmál þessa lands öðrum eftir. Þá er ég að meina fyrir fullt og allt. Við erum búin að fá nóg af ykkur. Áfram Ísland! Höfundur er bóndi og nemi við Háskólann á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Mér líður eins og ljóni í búri. Allt er á hreyfingu, hreyfingu niður á við. Mér líður eins og ljóni í búri vegna þess að ég hef næga orku til athafna en finns ég ekki vera í aðstöðu til að gera nokkurn skapaðan hlut. Ef nú væri Sturlungaöld þá færi ég út og hyggi mann og annan. Þeir eru margir sem ættu það skilið. En þannig eru nú ekki lausnir samtímans og því sit ég hér og skrifa. Skrifa niður þau atriði sem að mínu áliti er nauðsynlegt að framkvæma og gætu komið þjóðinni til góða. Þjóðinni sem ég ann. Ég er reiður. Ég er reiður vegna þess að ráðamenn þjóðarinnar hafa komið því þannig fyrir að það virðist allt stefna í að ég geti ekki boðið börnum mínum það sama og mér var boðið í æsku, hafi ekki sömu tækifæri.Ég vil gera það sem ég get til þess að koma í veg fyrir það. Hér á eftir koma tillögur sem væru ágætis byrjun að nýrri sókn. Því sókn er besta vörnin. Fyrir það fyrsta þarf að auka kvótann um 20.000 tonn og útdeila þeim á smábáta víðsvegar um landið. Við þurfum að nýta frystihúsin og mannaflann sem best og fara að fullvinna allan þann fisk sem við getum í stað þess að senda hann óunninn úr landi. Auðlindagjaldið gæti verið ódýr fiskur fyrir landsmenn. Þetta er atvinnuskapandi aðgerð og hægt að framkvæma hana strax. Við þurfum að auka landbúnaðarframleiðsluna. Það bæði eykur matvælaöryggi þjóðarinnar sem er í molum og skapar atvinnu, bein og afleidd störf. Nú framleiðum við ekki nema sem nemur 50% þeirra hitaeininga sem við neytum og 60 % af öllu fersku grænmeti er innflutt. Hægt væri að stórauka grænmetisframleiðsluna. Þannig myndum við skapa atvinnu og minnka innflutning. Fjöldinn allur af smiðum og byggingarverkamönnum er að verða atvinnulaus og hægt væri að skapa einhverjum þeirra verkefni við að byggja gróðurhús fyrir aukna grænmetisrækt og byrgðarstöðvar fyrir korn. Í landinu eru ekki til byrgðarstöðvar fyrir korn nema sem nemur þriggja til fjögurra vikna forða sem er vítavert gáleysi af hálfu stjórnvalda. Margir bændur eru í þeirri stöðu að hafa ekki efni á að ráða vinnuafl eins og þeir hafa gert undanfarin ár. Þarna er annað tækifæri til þess að búa til störf. Ríkið borgar launin í samræmi við atvinnuleysisbætur og bóndinn borgar með mat og í einhverjum tilfellum húsnæði því sá fjöldi fólks sem er við það að missa húsnæði sitt fjölgar ört. Létta þarf undir með grænmetisbændum, selja þeim raforku á sambærilegu verði og stóriðjunni. Það er hægt að gera strax. Frysta þarf verðtrygginguna. Það er hægt að gera strax. Það allra mikilvægasta er að harðneita þeim skilyrðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem eru að kafkeyra þjóðina. Það verður að lækka stýrivexti. Það er hægt að gera strax. Varla er hægt að hugsa sér súrealískari vitleysu en að hafa stýrivexti í 18 prósentustigum við þessar aðstæður. Ef ástæðan fyrir hækkun vaxtanna sé að halda fé erlendra fjárfesta í landinu er það dæmt til að mistakast. Ríkisstjórnin er búin að segja að stýrivextir eigi bara að vera háir til skamms tíma. Þetta vita fjárfestarnir einnig og hafa þess vegna enga ástæðu til þess að halda fé sínu á Íslandi. Svona fjárfestar hafa allan heiminn undir og því í ósköpunum ættu þeir ekki að fara með peningana í burtu eftir allt sem á undan er gengið. Heldur ríkisstjórnin kannski að þeir verði áfram með peningana hér vegna góðrar peningamálastefnu Seðlabankans eða vegna trausts á Seðlabankastjórninni eða jafnvel vegna þess að á Íslandi er svo góð og traust ríkisstjórn. Ég veit með vissu að allt ofannefnt er framkvæmanlegt. Allt sem þarf er vilji og kjarkur. Til eru Íslendingar sem hafa nóg af hvorutveggja. Því miður hefur ríkisstjórnin hvorugt. Ég held að bróðurparturinn af því fólki sem situr nú í ríkisstjórninni hafi farið út í stjórnmál vegna þess að það vildi láta gott af sér leiða fyrir land og þjóð. Það besta sem að það gæti gert landi og þjóð við núverandi aðstæður, er að segja af sér og láta stjórnmál þessa lands öðrum eftir. Þá er ég að meina fyrir fullt og allt. Við erum búin að fá nóg af ykkur. Áfram Ísland! Höfundur er bóndi og nemi við Háskólann á Akureyri
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun