Myntsláttur hafa ekki undan við að slá gullmyntir 19. nóvember 2008 11:11 Eftirspurn eftir gullmyntum er nú svo mikil í heiminum að ríkisreknar myntsláttur hafa ekki undan við að slá gullmyntir. Það sem er athyglisvert er að á sama tíma fer heimsmarkaðsverð á gulli lækkandi svipað og gildir um aðrar hrávörur eins og olíu og kopar. Samkvæmt frétt í New York Post um málið er eftirspurnin í Bandaríkjunum eftir gullmyntum svo mikil þar í landi að US Mint þarf að skammta framleiðslu sínu á slíkum myntum til heildsala. Robert Mish myntsali í Kaliforníu segir að viðskiptavinir hans sem vilja kaupa gullmyntir þurfi nú að bíða allt að tvær vikur til að fá þær í hendur. Fyrir hálfu ári var hægt að selja myntirnar um leið og beðið var um þær. Fyrir skömmu síðan voru myntir á borð við American Eagle seldar á 5% yfir heimsmarkaðsverði á gulli. Nú er álagningin á bili 10% til 15%. Eftirspurn eftir gulli á kreppu- og óvissutímum er þekkt fyrirbrigði í sögunni enda er gull talið besta fjárfestingin á slíkum tímum. Það sem vekur spurningu er hinsvegar afhverju eftirspurn eftir gullmyntum eykst á meðan verð á gulli fer lækkandi. Gullverð náði hámarki í haust er únsan fór í rúma 900 dollara. Nú er verðið tæplega 700 dollarar. Og það er ekki bara í Bandaríkjunum sem eftirspurnin er meiri en framboðið því hið sama gildir um Maple Leaf myntir í Kanada og Krugerrand í Suður-Afríku svo dæmi séu tekin. Einn sérfræðinganna sem New York Post ræddi við segir að gullverð ætti að vera á uppleið miðað við söluna á gullmyntum. Hann telur einu ástæðuna fyrir því að það gerist ekki sé sú að bankar og ríkisstjórnir haldi verðinu niðri af ásettu ráði. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Eftirspurn eftir gullmyntum er nú svo mikil í heiminum að ríkisreknar myntsláttur hafa ekki undan við að slá gullmyntir. Það sem er athyglisvert er að á sama tíma fer heimsmarkaðsverð á gulli lækkandi svipað og gildir um aðrar hrávörur eins og olíu og kopar. Samkvæmt frétt í New York Post um málið er eftirspurnin í Bandaríkjunum eftir gullmyntum svo mikil þar í landi að US Mint þarf að skammta framleiðslu sínu á slíkum myntum til heildsala. Robert Mish myntsali í Kaliforníu segir að viðskiptavinir hans sem vilja kaupa gullmyntir þurfi nú að bíða allt að tvær vikur til að fá þær í hendur. Fyrir hálfu ári var hægt að selja myntirnar um leið og beðið var um þær. Fyrir skömmu síðan voru myntir á borð við American Eagle seldar á 5% yfir heimsmarkaðsverði á gulli. Nú er álagningin á bili 10% til 15%. Eftirspurn eftir gulli á kreppu- og óvissutímum er þekkt fyrirbrigði í sögunni enda er gull talið besta fjárfestingin á slíkum tímum. Það sem vekur spurningu er hinsvegar afhverju eftirspurn eftir gullmyntum eykst á meðan verð á gulli fer lækkandi. Gullverð náði hámarki í haust er únsan fór í rúma 900 dollara. Nú er verðið tæplega 700 dollarar. Og það er ekki bara í Bandaríkjunum sem eftirspurnin er meiri en framboðið því hið sama gildir um Maple Leaf myntir í Kanada og Krugerrand í Suður-Afríku svo dæmi séu tekin. Einn sérfræðinganna sem New York Post ræddi við segir að gullverð ætti að vera á uppleið miðað við söluna á gullmyntum. Hann telur einu ástæðuna fyrir því að það gerist ekki sé sú að bankar og ríkisstjórnir haldi verðinu niðri af ásettu ráði.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira