Viðskipti innlent

Fasteignamarkaðurinn aðeins að rétta úr kútnum

Velta á fasteignamarkaði stígur upp á við Þinglýst var 90 kaupsamningum á höfuðborgarsvæði vikuna 12.-18. september, þar af 51 samningur í Reykjavík, samkvæmt Fasteignamati ríkisins.

Greining Kaupþings fjallar um málið í Hálf fimm fréttum sínum. Þar segir að vikuvelta sé því hægt stígandi en samningar á höfuðborgarsvæði hafa ekki verið jafn margir á viku síðan í mars síðastliðnum. Það sama má segja um veltu í krónum talið sem var rúmlega 3,7 milljarðar kr. á höfuðborgarsvæði í liðinni viku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×