Viðskipti innlent

Konur fá 50 milljónir króna

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Styrkir verða hæstir tvær milljónir króna og lægstir 300 þúsund.
Styrkir verða hæstir tvær milljónir króna og lægstir 300 þúsund.
Til stendur að úthluta 50 milljónum króna til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir, samkvæmt auglýsingu Vinnumálastofnunar og félagsmálaráðuneytisins um styrki vegna atvinnumála kvenna.

Styrkir verða hæstir tvær milljónir króna og lægstir 300 þúsund.

Hægt verður að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlana, markaðs- og kynningarmála, þróunarvinnu af ýmsu tagi og hönnunar. „Nýnæmi í styrkveitingum að þessu sinni er að konur sem hafa fullmótaða viðskiptaáætlun geta sótt um styrk vegna launakostnaðar í allt að sex mánuði,“ segir í tilkynningu.

Í fyrra var fé aukið til verkefnisins, sem fyrst var farið af stað með árið 1991, auk þess sem Ásdís Guðmundsdóttir hefur nú verið ráðin starfsmaður. Hún er með aðsetur á Sauðárkróki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×