Viðskipti innlent

Varaþingmaður með gjaldþrotamál fyrir Hæstarétt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dögg Pálsdóttir mun fara með mál sitt fyrir Hæstarétt.
Dögg Pálsdóttir mun fara með mál sitt fyrir Hæstarétt.

Eigendur Insolidum munu kæra úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar, samkvæmt heimildum Vísis.

Héraðsdómur úrskurðaði í dag að Insoldium, sem er í eigu Daggar Pálsdóttur hæstaréttarlögmanns og sonar hennar, yrði tekið til gjaldþrotaskipta vegna vangoldinnar skuldar að upphæð um 330 milljónir króna.

Í samtali við Vísi sagðist Dögg ekki vilja tjá sig og vísaði á Jóhannes Karl Sveinsson lögmann. Ekki hefur náðst í Jóhannes.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×