Viðskipti innlent

Samruninn ekki björgunaraðgerð

Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, segir að fyrirhugaður samruni við Kaupþing sé ekki björgunaraðgerð.

"Kaupþing er ekkert að koma inn til þess að bjarga okkur. Þeir sjá í Spron gott dreifinet og ánægða viðskiptavini. Á móti fáum við sterkann bakhjarl. Þar að auki hlýst af þessum samruna ákveðin hagræðing.

Guðmundur segir að á fundi sínum með starfsfólki í dag, þar sem samruninn var kynntur, hafi borið á því fólk væri hrætt við að honum muni fylgja uppsagnir.

"Við sögðum hins vegar fólkinu okkar að allir verði áfram á sínum stað. Það verða engar uppsagnir í beinu samhengi við þennan samruna," segir Guðmundur.






Tengdar fréttir

Guðmundur fundar með SPRON starfsfólki

Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, fundar nú með starfsfólki bankans vegna þeirrar ákvörðunar að sameinast Kaupþingi. Miklar breytingar verða að öllum líkindum hjá SPRON vegna þessa og er verið að kynna starfsfólki stöðu mála.

Kaupþing og SPRON sameinast

Kaupþing og SPRON hafa ákveðið að sameinast eftir nokkurra vikna viðræður þar um.

Ingólfur: „Þetta er góður dagur“

Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, sagði í samtali við Vísi nú rétt áðan að tvö skref af þremur hefðu verið stigin í sameiningu Kaupþings og SPRON. Enn ætti eftir að eyða óvissufyrirvörum sem eru samþykki hluthafafunda bankanna sem og samþykki Fjármaáleftirlitsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×