Viðskipti innlent

Kaupþing hyggst fækka störfum enn frekar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings.
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings.
Kaupþing býst við því að ljúka fjármögnun fyrir áriið 2009 í ágúst og búist er við að fyrirtækið segi upp starfsfólki til að ná markmiðum sínum. Þetta hefur breska blaðið Gurdian eftir Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra Kaupþings.

Í frétt Guardian er greint frá því að Kaupþing hafi hagnast um 18,7 milljarða íslenskra króna á fyrsta fjórðungi ársins 2008, sem sé nánalst tvöfaldur hagnaður á við síðasta fjórðung ársins 2007 og næstum jafn mikill hagnaður og á fyrsta fjórðungi 2007.

Hreiðar sagði í samtali við Reuters fréttastofuna á miðvikudaginn að gert væri ráð fyrir að skera niður rekstrarkostnað um 10% á næsta fjórðungi. Hann segir jafnframt að starfsfólki hefði verið fækkað að undanförnu og því yrði haldið áfram. Hann neitaði hins vegar að gefa upp hve mikið störfum yrði fækkað.

 

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×