Sport

Túnisi vann 1500 metra skriðsundið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Oussama Mellouli.
Oussama Mellouli.

Oussama Mellouli frá Túnis bar sigur úr býtum í 1500 metra skriðsundi karla í nótt. Sigurinn kom nokkuð á óvart en fyrirfram var Ástralinn Grant Hackett talinn sigurstranglegastur.

Hackett hefur unnið gullið í 1500 metra skriðsundi á tveimur síðustu Ólympíuleikum en þurfti að gera sér silfrið að góðu að þessu sinni. Ryan Cochrane frá Kanada tók bronsið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×