Erlent

Tsvangirai í haldi lögreglu

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, Morgan Tsvangirai, hefur verið handtekinn ásamt ellefu stuðningsmönnum sínum. Þetta segir fréttastofa Reuters og hefur eftir talsmanni flokks Tsvangirai, MDC. Mennirnir eru í haldi á lögreglustöð í Harare, höfuðborg landsins.

Tsvangirai hefur margsinnis verið handtekinn á síðustu dögum en ávallt verið sleppt skömmu síðar.

Tsvangirai stendur nú í harðri kosningabaráttu við núverandi forseta landsins, Robert Mugabe en ákveðið var að efna aftur til forsetakosninga í kjölfar þess að hvorugum þeirra tókst að knýja fram afgerandi sigur í fyrri umferð. Mugabe og menn hans hafa verið sakaðir um ofbeldi og kúgun í baráttunni og meðal annars eru þeir sagðir lofa fólki matvælaaðstoð í skiptum fyrir atkvæði.

Kosningarnar eiga að fara fram 27 júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×