Erlent

Hanna og Ike næstu stormar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hitabeltisstormurinn Hanna hefur vakið nokkurn ugg í Suðurríkjum Bandaríkjanna en þangað er talið að hann nái í nótt. Viðbúnaður er í Suður- og Norður-Karólínu auk Georgíu og er talið að Hanna sæki í sig veðrið og nái því að verða fyrsta stigs fellibylur um það leyti er hún kemur að landi.

Á annað hundrað manns fórust á Haíti þegar Hanna geisaði þar fyrr í vikunni. Enn er svo von á fellibylnum Ike sem gert er ráð fyrir að nái ströndum Bandaríkjanna í næstu viku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×