Erlent

Sakborningurinn í indverska BMW-málinu dæmdur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Sakborningurinn, Sanjeev Nanda.
Sakborningurinn, Sanjeev Nanda. MYND/AFP

Sonur auðugs indversks vopnasala hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að aka yfir og verða sex manns, þar af þremur lögregluþjónum, að bana í svokölluðu BMW-máli árið 1999.

Dómurinn yfir Sanjeev Nanda féll í dag og verður honum áfrýjað til hæstaréttar landsins. Litið hefur verið á málið sem eins konar prófmál um það hvort indverskir dómstólar séu tilbúnir að taka á hinum auðugri þegnum landsins og veita þeim makleg málagjöld. Þrír aðrir hlutu dóm í sama máli fyrir að spilla sönnunargögnum.

CNN greindi frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×