Viðskipti erlent

Olíuverðið komið yfir 118 dollara á tunnuna

Olíuverðið á markaðinum í New York sló enn eitt metið í morgun er það skreið yfir 118 dollara á tunnuna. Það eru aðgerðir uppreisnarmanna í Nígeríu sem valda þessari hækkun nú.

 

Fram kemur hjá Bloomberg fréttaveitunni að Shell olíufélagið hefur dregið úr framleiðslu sinni sem nemur tæpum 170.000 tunnum á dag. Ástæðan eru árásir uppreisnarmanna sem hafa eyðilagt tvær olíuleiðslur. Talið er að nokkra daga taki að koma þeim í gangið á ný, það er ef Shell fær frið til þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×