Viðskipti innlent

Ekki reknir frá Landsbankanum

Atli Atlason framkvæmdarstjóri starfsmannasviðs Landsbankans segir að yfirmenn peningamarkaðssjóða bankans hafi ekki verið reknir. Vísir greindi frá því fyrr í dag að þeim hefði verið sagt upp störfum.

Atli segir að þeir Stefán Héðinn Stefánsson framkvæmdarstjóri eignastýringasviðs og Sigurður Óli Hákonarson framkvæmdarstjóri Landsvaka sem rekur peningamarkaðssjóðina hafi sjálfir sagt upp störfum. Með því vonist þeir til þess að friður skapist um eignastýringasvið bankans.

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hafa peningamarkaðssjóðir bankans verið harðlega gagnrýndir að undanförnu.






Tengdar fréttir

Yfirmenn peningamarkaðssjóða reknir frá Landsbankanum

Samkvæmt heimildum Vísis voru þeir Stefán Héðinn Stefánsson og Sigurður Óli Hákonarson látnir fara frá Landsbankanum í gær. Stefán hefur verið stjórnarformaður og Sigurður Óli framkvæmdarstjóri Landsvaka sem rekur peningamarkaðssjóðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×