Viðskipti innlent

Yfirmenn peningamarkaðssjóða reknir frá Landsbankanum

Samkvæmt heimildum Vísis voru þeir Stefán Héðinn Stefánsson og Sigurður Óli Hákonarson látnir fara frá Landsbankanum í gær. Stefán hefur verið stjórnarformaður og Sigurður Óli framkvæmdarstjóri Landsvaka sem rekur peningamarkaðssjóðina.

Peningamarkaðssjóðir Landsbankans hafa legið undir gagnrýni líkt og fleiri sjóðir hinna bankanna. Þegar greitt var úr sjóðunum eftir fall bankanna rýrnuðu eignir viðskiptavina Landsbankans mest allra. Þeir sem áttu t.a.m peningabréf í íslenskum krónum fengu ekki nema 68,8% hlutar síns.

Fjárfestingarstefna sjóðanna hefur legið undir gagnrýni og herma heimildir Vísis að það hafi spilað inn í við uppsagnir þeirra Stefáns og Sigurðar.

Hvorki náðist í Stefán né Sigurð Óla við vinnslu fréttarinnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×