Viðskipti innlent

Kaupþing var ekki fyrsta val SPM

Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri SPM.
Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri SPM.

Bæjarbúar Borgarbyggðar ræddu á fjölmennum fundi í kvöld slæma stöðu Sparisjóðs Mýrarsýslu og lýstu þeir yfir áhyggjum með stöðu mála. Á fundinum kom meðal annars fram að slæm staða sparisjóðsins var ljós þann 19. júní, og voru þá helstu ráðamenn sparisjóðsins og sveitarfélagsins boðaðir á fund.

Bæjarstjórnin var hins vegar ekki kölluð til fundar fyrr en í byrjun júlí til að ræða stöðuna og lýsti Sveinbjörn Eyjólfsson, fulltrúi Framsóknarflokks og oddviti minnihlutans í sveitarstjórn Borgarbyggðar, því yfir að hann væri einkar óánægður með vinnubrögð sveitarstjórnar.

Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri, upplýsti einnig á fundinum að Kaupþing hafi ekki verið fyrsta val sparisjóðsins. Leitað var til Landsbanka Íslands, Sparisjóðs Keflavíkur, Saga Capital og Byrs, áður.

Eigið fé Sparisjóðsins er nú um 1,5 milljarður og hefur rýrnað um tæpa fimm milljarða á þessu ári. Fjórir milljarðar hafa tapast vegna gengisfalls bréfa.

Á fundinum kom einnig fram að, að öllum líkindum verður einhver hagræðing, þó ekki hafi komið fram hver hún verður.

Fundað verður með viðskiptaráðherra í morgun vegna stöðu sparisjóðsins.








Tengdar fréttir

Ungt framsóknarfólk harmar stöðu SPM

Stjórn félags ungra Framsóknarmanna í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem fjallað er um stöðu Sparisjóðar Mýrasýslu (SPM).

SPM tapaði 4,6 milljörðum króna

Sparisjóður Mýrarsýslu tapaði 4,6 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins samkvæmt yfirliti sem ætlunin er að leggja fulltrúaráðsfund sparisjóðsins sem verður á mánudag. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur einnig fram að mestan hluta tapsins, eða 4,5 milljarða, megi rekja til gengisfalls hlutabréfa.

Af og frá að SPM sé tæknilega gjaldþrota

„Þetta kemur kannski sumum á óvart,“ segir Sigurður Már Einarsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Mýrarsýslu en lagt hefur verið til að stofnfé sjóðsins verði aukið um tvo milljarða og að eftir aukninguna ráði Kaupþing banki yfir 70 prósentum af hlutafé sjóðsins. Sparisjóðurinn er nú að fullu í eigu sveitarfélagsins Borgarbyggðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×