Viðskipti erlent

Átökin á Gaza valda hækkunum á olíu og gulli

Átökin á Gaza hafa valdið því að heimsmarkaðsverð á olíu og guli hefur farið hækkandi í morgun. Fjárfestar flýja nú í örugg skjól með fé sitt því þeir óttast að allt fari í bál og brand á Gazasvæðinu og að slíkt muni smita út frá sér um allan heim.

Olíuverðið fór aftur yfir 40 dollara á tunnuna í morgun en verðið hefur sveiflast milli 35 og 38 dollara yfir hátíðarnar.

Þá hækkaði verð á únsu af gulli um 2% í morgun og fór í tæplega 890 dollara.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×