Viðskipti erlent

Forsvarsmenn General Motors útiloka ekki gjaldþrot

Forsvarsmenn bandaríska bílaframleiðands General Motors leita nú allra leiða til að bjarga fyrirtækinu frá þroti. Um leið útiloka þeir ekki að bílaframleiðandinn þurfi að lýsa yfir gjaldþroti. Þetta er fullyrt í dag á vefútgáfu Wall Street Journal.

Bílaframleiðendurnir General Motors, Ford og Chrysler eru í kröggum og hafa óskað eftir neyðaraðstoð upp á 25 milljarða bandaríkjadala til að koma í veg fyrir gjaldþrot. General Motors tilkynnti 11. nóvember að fyrirtækið ætlaði að segja upp nærri sex þúsund starfsmönnum.

Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseti, bað George Bush, fráfarandi forseta, á fundi þeirra fyrr í mánuðinum um að styðja tillögu um neyðarfjárveitingu til bílaframleiðenda í Bandaríkjunum til að koma í veg fyrir gjaldþrot.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×