Ferðaþjónustan farin að líða fyrir stóriðju? 6. mars 2008 15:43 MYND/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar velti því fyrir sér í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hvort ferðaþjónustan væri farin að líða fyrir vöxt mengandi starfsemi hér á landi. Forsætisráðherra sagði hins vegar mengandi starfsemi hér á landi hverfandi í alþjóðlegu samhengi. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og benti á að Ísland hefði fallið úr fjórða sæti í það ellefta á lista Alþjóðaefnahagsráðsins um samkeppnishæfni í ferðaþjónustu. Benti hann á að því ylli ýmislegt en athygli hefði vakið að ráðið tæki aukið tillit til umhverfisverndar og sjálfbærni. Það væri ein af ástæðunum fyrir því að Ísland félli á listanum. Íslendingar væru í 90. sæti yfir losun gróðurhúsalofttegunda og benti Helgi á að í tölum Alþjóðaefnahagsráðsins væri ekki gert ráð fyrir mengandi starfsemi á Austfjörðum. Þetta kynni að benda til þess að ímynd landsins hefði beðið ákveðinn skaða og spurning hvort ferðaþjónustan væri farin að líða fyrir það að mengandi starfsemi hefði aukist í landinu. Spurði Helgi hvort ekki væri við því að búast að alþjóðastofnanir horfðu nú í meira mæli til mengunar þegar verið væri að meta lífskjör í löndum heims. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði skýringu þingmannsins á lækkuninni á listanum langsótta og en sagði vissulega leitt að Ísland félli úr fjórða í ellefta sæti. Benti hann á að aðeins eitt norrænt land væri ofar en Íslendingar á listanum en menn þyrftu engu að síður að herða róðurinn. Ráðherra sagði mengandi starfsemi hér á landi hverfandi þegar horft væri til alls heimsins og gróðurhúsalofttegundir sem losaðar væru hér væru aðeins brot af heildarlosun heimsins. Helgi sagði rétt að Ísland væri agnarsmátt en mengun á hvern íbúa hefði farið ört vaxandi. Sagðist hann ekki telja að það væri langsótt að velta því fyrir sér hvort heimurinn myndi í ríkari mæli horfa til þess hversu mikið menn menga þegar lífskjör væru metin. Það gæfi ástæðu til þess að íhuga hvort menn hefðu farið of geyst hér á landi. Forsætisráðherra svaraði því til að þingmaðurinn hefði í raun ekki verið að spyrja um samkeppnishæfni ferðaþjónustu heldur koma á framfæri skoðunum sínum í stóriðju en sú skoðun lægi fyrir. Spurði hann hversu mikil mengunin myndi verða ef framleiðslan færi fram annars staðar en hér. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar velti því fyrir sér í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hvort ferðaþjónustan væri farin að líða fyrir vöxt mengandi starfsemi hér á landi. Forsætisráðherra sagði hins vegar mengandi starfsemi hér á landi hverfandi í alþjóðlegu samhengi. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og benti á að Ísland hefði fallið úr fjórða sæti í það ellefta á lista Alþjóðaefnahagsráðsins um samkeppnishæfni í ferðaþjónustu. Benti hann á að því ylli ýmislegt en athygli hefði vakið að ráðið tæki aukið tillit til umhverfisverndar og sjálfbærni. Það væri ein af ástæðunum fyrir því að Ísland félli á listanum. Íslendingar væru í 90. sæti yfir losun gróðurhúsalofttegunda og benti Helgi á að í tölum Alþjóðaefnahagsráðsins væri ekki gert ráð fyrir mengandi starfsemi á Austfjörðum. Þetta kynni að benda til þess að ímynd landsins hefði beðið ákveðinn skaða og spurning hvort ferðaþjónustan væri farin að líða fyrir það að mengandi starfsemi hefði aukist í landinu. Spurði Helgi hvort ekki væri við því að búast að alþjóðastofnanir horfðu nú í meira mæli til mengunar þegar verið væri að meta lífskjör í löndum heims. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði skýringu þingmannsins á lækkuninni á listanum langsótta og en sagði vissulega leitt að Ísland félli úr fjórða í ellefta sæti. Benti hann á að aðeins eitt norrænt land væri ofar en Íslendingar á listanum en menn þyrftu engu að síður að herða róðurinn. Ráðherra sagði mengandi starfsemi hér á landi hverfandi þegar horft væri til alls heimsins og gróðurhúsalofttegundir sem losaðar væru hér væru aðeins brot af heildarlosun heimsins. Helgi sagði rétt að Ísland væri agnarsmátt en mengun á hvern íbúa hefði farið ört vaxandi. Sagðist hann ekki telja að það væri langsótt að velta því fyrir sér hvort heimurinn myndi í ríkari mæli horfa til þess hversu mikið menn menga þegar lífskjör væru metin. Það gæfi ástæðu til þess að íhuga hvort menn hefðu farið of geyst hér á landi. Forsætisráðherra svaraði því til að þingmaðurinn hefði í raun ekki verið að spyrja um samkeppnishæfni ferðaþjónustu heldur koma á framfæri skoðunum sínum í stóriðju en sú skoðun lægi fyrir. Spurði hann hversu mikil mengunin myndi verða ef framleiðslan færi fram annars staðar en hér.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira