Viðskipti innlent

Ár sameininga í íslensku fjármálalífi

Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis.
Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis.
„Það er runnið upp ár samvinnu og sameininga í íslensku fármálalífi," sagði Ingólfur Bender forstöðumaður Greiningar Glitnis á opnum fundi um efnahagsmál í morgun. Ingólfur sagði að slík þróun væri hvoru tveggja eitthvað sem þörf væri á að ganga í gengnum og eitthvað sem væri að gerast í öllum umheiminum. Ingólfur sagði ólíklegt að stóru bankarnir þrír myndu sameinast. Það kallaði á fjármögnun sem væri ekki í boði. Hins vegar mætti vænta sameininga smærri fjármálafyrirtækja.

Ingólfur benti á að samdráttur í efnahagslífinu væri til kominn vegna þrenginga í bandarísku efnahagslífi sem dreifði sér víða. Þessa áhrifa gætti meðal annars í Evrópu og hér á landi. Álagspróf sem Fjármálaeftirlitið hefði lagt fyrir íslenska banka sýndi hins vegar að þeir stæðust álagið með prýði. Þeir væru ágætlega undir það búnir að takast á við vanskil, útlánatöp, lækkun hlutabréfa og lækkun gengis.

Þá sagði Ingólfur að þeir þættir sem hefðu verið að koma bönkum erlendis á kné væru þættir sem íslenskir bankar tengdust ekki beint. Þeir væru með óverulega stöðu í undirmálslánum, eiginfjárstaðan sterk, þeir væru fjölþættir í fjármögnun og arðsemi þeirra væri afar góð það sem af væri.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×