Viðskipti erlent

SA kynnir brýn úrlausnarefni í kreppunni

Í tengslum við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu fyrirtækja sem nú er unnið að hafa Samtök atvinnulífsins (SA) tekið saman áhersluatriði um brýn úrlausnarefni.

Þau má nálgast á vef SA en þau snúa m.a. að gjaldeyrisviðskiptum, samskiptum við erlenda lánadrottna, lækkun vaxta, uppstokkun atvinnulífsins, nýsköpun og skapandi hugsun, kjarasamningum og skilyrðum fyrir fjárfestingar

Meðal þess sem SA leggur áherslu á er að koma IMF prógramminu í gang. Fá lánsfé frá sjóðnum og erlendum ríkjum/seðlabönkum til að koma hreyfingu á gjaldeyrisviðskiptin. Koma gjaldeyrisviðskiptum í bönkum í eðlilegt horf. Gera gjaldeyrisreikninga virka. Ná hagkvæmni í gjaldeyrisviðskiptin.

Erlendir lánadrottnar fái hlutabréf eða skuldabréf með breytirétti í hlutafé í nýju bönkunum gegn hluta af kröfum sínum til þess að stuðla að eðlilegum lánsviðskiptum innlendra aðila við erlenda banka. Styðja við hugsanleg kaup innlendra aðila á erlendum banka í því skyni að ná erlendu lánsfé til landsins.

Eðlilegir fjármagnsstraumar til og frá landinu eru frumskilyrði þess að gengi krónunnar geti hækkað og náð stöðugleika í ásættanlegu jafnvægi.

Hröð lækkun stýrivaxta er nauðsynleg samhliða hækkandi gengi.

Bankar þurfa að nálgast fyrirtæki í skuldavanda með það að markmiði að fyrirtæki stöðvist ekki ef þau hafa lífvænlega framlegð og getu til að standa undir lánum og fjárfestingu. Þetta getur þýtt afskriftir af skuldum og/eða endurfjármögnun, m.a. með eiginfjárframlagi.

Almennt verður að miða við að núverandi eigendur og stjórnendur fyrirtækja, þar sem hlutafé er afskrifað, geti starfrækt þau áfram og komið að þeim á ný sem eigendur eftir því sem við á enda réttlæti rekstrarleg frammistaða slíkt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×