Erlent

Biskup vill rannsókn á giftingu samkynhneigðra presta

Biskupinn í Lundúnum hefur fyrirskipað rannsókn á því þegar tveir karlkyns prestar í borginni voru "gefnir saman" í kirkjulegri athöfn á dögunum. Prestarnir skiptust á hringum í einni elstu kirkju höfuðborgarinnar þann 31. maí síðastliðinn.

Richard Chartres, biskup Lundúna, gaf út yfirlýsingu í dag þar sem segir að athafnir af þessu tagi séu ekki leyfðar í Ensku kirkjunni og því hafi hann fyrirskipað rannsókn á málinu. Samkynhneigðir geta látið pússa sig saman hjá borgardómara á Bretlandi en Enska kirkjan hefur gefið það út að prestum kirkjunnar sé óheimilt að blessa slíkar athafnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×