Viðskipti erlent

Skera niður olíuframleiðsluna um 2 milljónir tunna á dag

OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, munu skera niður framleiðslu sína um 2 milljónir tunna á dag. Búist er við að þetta verði tilkynnt formlega síðar í dag en OPEC fundar nú í Alsír.

Bloomberg-fréttaveitan hefur þetta eftir Ali al-Naimi olíumálaráðherra Saudi Arabíu og að niðurskurðurinn gildi frá og með 1. janúar n.k..

Áður hafði OPEC á fundi fyrr í vetur ákveðið að skera niður framleiðsluna um 1,5 milljón tunna á dag og gilti sú ákvörðun frá 1. nóvember s.l..








Fleiri fréttir

Sjá meira


×