Viðskipti erlent

Sjælsö Gruppen selur eign í Kaupmannahöfn

Sjæslö Gruppen hefur selt eign í Valby, einu úthverfa Kaupmannahafnar, fyrir 137 milljónir danskra kr. eða sem svarar til um 2,7 milljarða kr. Eignin telur 63 leiguíbúðir og er staðsett í Valby Have við Gammel Köge Landevej í Valby.

Eignarhaldsfélagið Samson er stór hluthafi í Sjælsö Gruppen í gegnum félagið SG Nord Holding A/S.

Kaupandi eignarinnar er lífeyrissjóðurinn PKA en endurnýja á eignina og gera hana klára fyrir íbúa fyrir vorið árið 2010.

Samkvæmt tilkynningu frá Sjælsö Gruppen mun þessi eignasala ekki hafa áhrif á uppgjör ársins hjá félaginu en talið er að hagnaður fyrir skatta nemi um 250-350 milljónum danskra kr. eða allt að 7 milljörðum kr.

Flemming Joseph Jensen forstjóri Sjælsö segir í samtali við fréttaveituna Direkt að lækkandi byggingarkostnaður ásamt vaxandi eftirspurn eftir leiguíbúðum geri það að verkum að félagið vænti frekari sölumöguleika á þessum markaði á næstunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×