Erlent

Mótmælendur krefjast sjálfstæðis S-Ossetíu og Abkazíu

Mikhail Saakashvili, forseti Georgíu.
Mikhail Saakashvili, forseti Georgíu. Mynd/AP

Mótmælafundir hafa verið í Suður-Ossetíu og Abkazíu þar sem aðskilnaðarsinnar heimta sjálfstæði héraðanna frá Georgíu. Leiðtogar aðskilnaðarsinna í báðum héruðum skoruðu á Rússa að viðurkenna sjálfstæði þeirra á fjöldasamkomunum.

Utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov sagði að viðbrögð Rússa við þeim kröfum myndi ráðast af framgöngu forseta Georgíu, Mikhail Saakashvili. Rússar segjast ætla að hafa hersveitir á eins konar öryggsisvæði í kringum Suður-Ossetíu. Á það svæði að ná nokkra kílómetra inn í sjálfa Georgíu.

Enn er óljóst að hve miklu leyti Rússar hafa dregið heri sína tilbaka, þrátt fyrir loforð þeirra að flestallar hersveitir yrðu farnar fyrir síðasta föstudag.

Þúsundir manna hafa verið viðstaddir mótmælendasamkomurnar í höfuðborg Abkazíu, Sukhumi og í hinni stríðsþjáðu höfuðborg Suður-Ossetíu, Tskhinvali.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×