Viðskipti erlent

Samþykkt að taka hlutabréf Existu úr viðskiptum

Kauphöllin hefur samþykkt framkomna beiðni Exista hf. um töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum.

Í tilkynningu um málið segir að hlutabréfin verði tekin úr viðskiptum eftir lokun viðskipta föstudaginn 12. desember 2008 með vísan til ákvæðis 7.1 í skráningarskilyrðum kauphallarinnar.

Kauphöllin gerir þann fyrirvara við ofangreinda dagsetningu að opið hafi verið fyrir viðskipti með bréfin í a.m.k. 10 viðskiptadaga áður en þau eru tekin úr viðskiptum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×