Viðskipti erlent

Sterling komið óbeint í eigu íslenska ríkisins að hluta til

Jyllands-Posten greinir frá því í dag að hinn nýi eigandi Sterling flugfélagsins sé fjárfestingarsjóðurinn Axcel. Þar með er Sterling komið óbeint í eigu íslenska ríkisins að hluta til því FIH-bankinn er meðal eigenda Axcel.

Samkvæmt frétt í Jyllands-Posten eru nokkrir stórir fjárfestar eigendur Axcel. Fyrir utan FIH eru m.a. Nordea, ATP og Lönmodtagernes Dyrtidsfond í hópi eigenda.

Sem kunnugt er af fréttum lánaði Seðlabanki Íslands Kaupþingi 500 milljónir evra skömmu áður en bankinn féll í síðasta mánuði. Lánið var með veði í FIH-bankanum og er íslenska ríkið nú orðinn eigandi FIH-bankans að fullu þar sem verðmatið á FIH í augnablikinu nægir ekki fyrir láninu.

Eins og fram kom í fréttum hér á Vísi í morgun hafa samningar tekist um söluna á þrotabúi Sterling og reiknað er með að nokkrar af flugvélum þess fari í loftið strax í næstu viku.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×