Dagur eftir þennan dag 19. nóvember 2008 06:00 Á laugardaginn sótti ég fund í Iðnó um framtíðina og labbaði út á Austurvöll þar á eftir til að skynja mótmælin og hug hins almenna borgara. Enda þótt ég sitji á þingi, deili ég áhyggjum og kvíða með öllu því fólki, sem vill fá svör og viðbrögð gagnvart því sem við blasir. Að því leyti erum við öll á sama báti og það eykur á óvissuna að heyra og lesa látlaust neikvæðar fréttir og frásagnir af erfiðleikum og áföllum. Stjórnvöldum og alþingi til málsbóta og afsökunar má segja, að biðstaðan og óvissan hefur undanfarnar vikur stafað af þeim drætti sem orðið hefur á aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Áætlunin sem að baki því samstarfi felst hefur ekki mátt koma fram og gert ríkisstjórninni erfitt fyrir að taka af skarið. Nú er þeirri óvissubið vonandi lokið. Nú er hægt að leggja spilin á borðið. Icesave-málið var óhjákvæmilegt að leysa, enda hefði að öðrum kosti blasað við að Íslendingar einangruðust, lokað yrði á líflínur og lánalínur og þjóðin hyrfi aftur til lífskjara, sem líkja mætti við móðuharðindin. Við hefðum getað gleymt aðild að Evrópusambandinu og raunar öllum alþjóðlegum samskiptum. Flóknara var það dæmi ekki. Nú er lán frá IMF og öðrum í sjónmáli. Það er fyrsta skrefið. Næsta skref er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru. Sjálfstæðisflokkurinn hefur loksins opnað á þá leið og hefur flýtt landsfundi sínum til að taka þá ákvörðun. Ef það fer ekki eftir getur Sjálfstæðisflokkurinn átt sig. Þá dæmir hann sig úr leik. Raunar held ég að niðurstaða sjálfstæðismanna sé sjálfskrifuð. Þeir munu mæla með aðildarumsókn að ESB og einmitt með vísan til þeirrar forskriftar sem nú þegar liggur fyrir af þeirra hálfu, teldi ég vel samræmanlegt og eðlilegt að strax á morgun snúi íslensk stjórnvöld sér til Evrópusambandsins og hefji alvöruviðræður um þá skilmála og kosti sem í boði eru fyrir Ísland, ef og þegar til aðildar kemur. Það mun hjálpa Sjálfstæðisflokknum til að taka afstöðu og flýta sömuleiðis fyrir þeirri óhjákvæmilegu niðurstöðu að Íslendingar og Sjálfstæðisflokkurinn geti gert upp hug sinn. Viðræður við ESB strax nú fyrir áramótin munu flýta öllu ferlinu. Það flýtir enn fremur fyrir kosningum, bæði að því er varðar stjórnarskrárbreytingar sem aðild að ESB kallar á, svo og kosningum til nýs Alþingis, sem þannig sækir umboð og traust til þjóðarinnar um endurreisn íslensks samfélags. Ég held að allir séu sammála um að endurreisn samfélagins getur ekki átt sér stað nema þjóðinni sé gefinn kostur á að veita komandi stjórnvöldum umboð til að takast á við að reisa landið úr rústunum. Kosningar eru af þeim sökum sjálfgefnar á fyrri hluta næsta árs. Það kemur síðan af sjálfu sér að í kjölfarið á breyttri peningastefnu mun verða skipt um persónur og leikendur í lykilstöðum. Í raun og veru verður ekki aðeins kosið um valdastöður, heldur fyrst og fremst um það þjóðfélag sem við viljum að taki við. Þar hef ég þá trú og sannfæringu að hugsjónir jafnaðarmanna um velferð, opið og gegnsætt samfélag, samhug og félagsleg gildi muni verða kjósendum að leiðarljósi. Allt er þetta í farvatninu. Vonin og trúin á bjartari framtíð á að halda okkur við efnið. Stjórnmálamenn eiga að slíðra sverðin, fjölmiðlar eiga að sýna fram á jákvæða þróun og við þurfum að gefa þjóðinni, almenningi og okkur sjálfum, sem nú sitjum á þingi, kraft og áræði til að takast á við vandann. Við erum ekki á neinum vonarvöl. Við eigum mat og rafmagn, heitt vatn og húsaskjól. Og við eigum hvert annað. Blásum lífi í fólkið, blásum lífi í vonina og viðspyrnuna. Þetta verður eflaust erfiður vetur. En það kemur dagur eftir þennan dag. Það birtir upp um síðir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn sótti ég fund í Iðnó um framtíðina og labbaði út á Austurvöll þar á eftir til að skynja mótmælin og hug hins almenna borgara. Enda þótt ég sitji á þingi, deili ég áhyggjum og kvíða með öllu því fólki, sem vill fá svör og viðbrögð gagnvart því sem við blasir. Að því leyti erum við öll á sama báti og það eykur á óvissuna að heyra og lesa látlaust neikvæðar fréttir og frásagnir af erfiðleikum og áföllum. Stjórnvöldum og alþingi til málsbóta og afsökunar má segja, að biðstaðan og óvissan hefur undanfarnar vikur stafað af þeim drætti sem orðið hefur á aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Áætlunin sem að baki því samstarfi felst hefur ekki mátt koma fram og gert ríkisstjórninni erfitt fyrir að taka af skarið. Nú er þeirri óvissubið vonandi lokið. Nú er hægt að leggja spilin á borðið. Icesave-málið var óhjákvæmilegt að leysa, enda hefði að öðrum kosti blasað við að Íslendingar einangruðust, lokað yrði á líflínur og lánalínur og þjóðin hyrfi aftur til lífskjara, sem líkja mætti við móðuharðindin. Við hefðum getað gleymt aðild að Evrópusambandinu og raunar öllum alþjóðlegum samskiptum. Flóknara var það dæmi ekki. Nú er lán frá IMF og öðrum í sjónmáli. Það er fyrsta skrefið. Næsta skref er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru. Sjálfstæðisflokkurinn hefur loksins opnað á þá leið og hefur flýtt landsfundi sínum til að taka þá ákvörðun. Ef það fer ekki eftir getur Sjálfstæðisflokkurinn átt sig. Þá dæmir hann sig úr leik. Raunar held ég að niðurstaða sjálfstæðismanna sé sjálfskrifuð. Þeir munu mæla með aðildarumsókn að ESB og einmitt með vísan til þeirrar forskriftar sem nú þegar liggur fyrir af þeirra hálfu, teldi ég vel samræmanlegt og eðlilegt að strax á morgun snúi íslensk stjórnvöld sér til Evrópusambandsins og hefji alvöruviðræður um þá skilmála og kosti sem í boði eru fyrir Ísland, ef og þegar til aðildar kemur. Það mun hjálpa Sjálfstæðisflokknum til að taka afstöðu og flýta sömuleiðis fyrir þeirri óhjákvæmilegu niðurstöðu að Íslendingar og Sjálfstæðisflokkurinn geti gert upp hug sinn. Viðræður við ESB strax nú fyrir áramótin munu flýta öllu ferlinu. Það flýtir enn fremur fyrir kosningum, bæði að því er varðar stjórnarskrárbreytingar sem aðild að ESB kallar á, svo og kosningum til nýs Alþingis, sem þannig sækir umboð og traust til þjóðarinnar um endurreisn íslensks samfélags. Ég held að allir séu sammála um að endurreisn samfélagins getur ekki átt sér stað nema þjóðinni sé gefinn kostur á að veita komandi stjórnvöldum umboð til að takast á við að reisa landið úr rústunum. Kosningar eru af þeim sökum sjálfgefnar á fyrri hluta næsta árs. Það kemur síðan af sjálfu sér að í kjölfarið á breyttri peningastefnu mun verða skipt um persónur og leikendur í lykilstöðum. Í raun og veru verður ekki aðeins kosið um valdastöður, heldur fyrst og fremst um það þjóðfélag sem við viljum að taki við. Þar hef ég þá trú og sannfæringu að hugsjónir jafnaðarmanna um velferð, opið og gegnsætt samfélag, samhug og félagsleg gildi muni verða kjósendum að leiðarljósi. Allt er þetta í farvatninu. Vonin og trúin á bjartari framtíð á að halda okkur við efnið. Stjórnmálamenn eiga að slíðra sverðin, fjölmiðlar eiga að sýna fram á jákvæða þróun og við þurfum að gefa þjóðinni, almenningi og okkur sjálfum, sem nú sitjum á þingi, kraft og áræði til að takast á við vandann. Við erum ekki á neinum vonarvöl. Við eigum mat og rafmagn, heitt vatn og húsaskjól. Og við eigum hvert annað. Blásum lífi í fólkið, blásum lífi í vonina og viðspyrnuna. Þetta verður eflaust erfiður vetur. En það kemur dagur eftir þennan dag. Það birtir upp um síðir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun