Baugur kominn í útsölustríð í London 19. nóvember 2008 12:41 Baugur Group er nú kominn í harðvítugt útsölustríð í bestu verslunargötum London. Fjármálakreppan og auraleysi almennings í Bretlandi eru undirrót stríðsins sem hófst meðal minni verslana í London en hefur nú breiðst út til stærri verslunarkeðja. Í morgun auglýsti Marks & Spencer eins dags útsölu þarf sem verð á öllum vörum var lækkað um 20%. Þessu svaraði Debenhams, sem er að hluta til í eigu Baugs, með því að auglýsa sína dagsútsölu í dag með 25% afslætti á öllum vörum nema skarti og ilmvötnum sem seld verða með 10% afslætti. Í umfjöllun um stríðið í blaðinu Telegraph kemur fram að stórverslanir séu nú í örvæntingu að reyna að koma jólasölunni í gang en breskir neytendur hafa haldið að sér höndum með stórinnkaup undanfarnar vikur. Sagt er að útsala Marks & Spencer af þessari stærðargráðu fyrir jól sé eindæmi í sögu keðjunnar. Að vísu var svipað upp á teningnum 2004 en þá var nýr forstjóri M&S kominn til sögunnar og útsalan þá var til að losna við gamlar og úreltar vörur. Verslunarsérfræðingurinn Matthew McEachran hjá Singer segir í samtali við Guardian að M&S ætli sér í samkeppni við Debenhams og verði að líta á hina óvæntu útsölu og viðbrögð Debenhams í því ljósi. Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Baugur Group er nú kominn í harðvítugt útsölustríð í bestu verslunargötum London. Fjármálakreppan og auraleysi almennings í Bretlandi eru undirrót stríðsins sem hófst meðal minni verslana í London en hefur nú breiðst út til stærri verslunarkeðja. Í morgun auglýsti Marks & Spencer eins dags útsölu þarf sem verð á öllum vörum var lækkað um 20%. Þessu svaraði Debenhams, sem er að hluta til í eigu Baugs, með því að auglýsa sína dagsútsölu í dag með 25% afslætti á öllum vörum nema skarti og ilmvötnum sem seld verða með 10% afslætti. Í umfjöllun um stríðið í blaðinu Telegraph kemur fram að stórverslanir séu nú í örvæntingu að reyna að koma jólasölunni í gang en breskir neytendur hafa haldið að sér höndum með stórinnkaup undanfarnar vikur. Sagt er að útsala Marks & Spencer af þessari stærðargráðu fyrir jól sé eindæmi í sögu keðjunnar. Að vísu var svipað upp á teningnum 2004 en þá var nýr forstjóri M&S kominn til sögunnar og útsalan þá var til að losna við gamlar og úreltar vörur. Verslunarsérfræðingurinn Matthew McEachran hjá Singer segir í samtali við Guardian að M&S ætli sér í samkeppni við Debenhams og verði að líta á hina óvæntu útsölu og viðbrögð Debenhams í því ljósi.
Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira