Greiddi ekki skatt af launum Bailey árið 2005 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2008 23:19 Damon Bailey í leik með Grindavík í haust. Mynd/Stefán Körfuknattleiksdeild Grindavíkur sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að deildin hafi ekki greitt skatta og launatengd gjöld af launum Damon Bailey er hann var á mála hjá félaginu árið 2005. Það verði hins vegar gert nú. Bailey, sem var einnig samningsbundinn Grindavík í haust, sagði í viðtali við Vísi að engin gögn hefðu fundist um að tekjuskattur hafi verið greiddur af launum hans síðan hann kom fyrst til landsins, árið 2004. Á þeim tíma hefur hann leikið með Hamar/Selfoss, Þór í Þorlákshöfn, Njarðvík og Grindavík. Forráðamenn Njarðvíkur fullyrtu hins vegar í kjölfarið að þeir hefðu staðið í skilum á öllum sínum greiðslum, eins og kemur fram í greininni sem má finna hér að neðan. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að skattar og launatengd gjöld af launum þeirra Bailey og Tiffany Roberson, sem lék með kvennaliði Grindavíkur þar til í haust, verða greidd á næstunni. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan: „Yfirlýsing frá Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Körfuknattleiksdeild Grindavíkur vill koma á framfæri að skattar og launatengd gjöld verða greidd af öllum launum þeirra Damon Bailey og Tiffany Roberson á árinu 2008. Varðandi fullyrðingu Damon um að ekki hafi verið greidd launatengd gjöld af launum hans árið 2005, þegar hann lék með Grindavík um tveggja mánaða skeið, þá staðfestir Kkd Grindavíkur að það er rétt hjá Damon. Á þeim tíma töldum við að hægt væri að greiða erlendum leikmönnum laun sem verktökum ef þeir dvöldu og störfuðu á landinu í skemmri tíma en 183 daga. Í sumar og haust var farið ofan í saumana á þessu málum, en Vinnumálastofnun, Útlendingastofnun og KKÍ höfðu lagt á það áherslu að þessi mál væru í lagi. Kkd Grindavíkur leitaði álits vegna málsins hjá endurskoðunarstofu. Niðurstaðan af þeirri vinnu var sú að deildinni bæri að greiða skatta af launum erlendra leikmanna, sama hversu lengi þeir störfuðu hér. Það var því ekki annað að gera en að taka strax á málinu og, eins og greint er frá hér að ofan, verða greiddir skattar og launatengd gjöld af launum erlendra leikmanna Kkd Grindavíkur. f.h. Kkd Grindavíkur Óli Björn Björgvinsson" Dominos-deild karla Tengdar fréttir Bailey: Engar skattgreiðslur á fjórum árum Körfuknattleiksmaðurinn Damon Bailey segir að engin gögn séu að finna um að tekjuskattur hafi verið greiddur af launum hans á þeim rúmum fjórum árum sem hann lék körfubolta hér á landi. 18. nóvember 2008 15:36 Njarðvíkingar segja fullyrðingar Bailey rangar „Þetta er bara ekki rétt. Við getum sýnt fram á að við stóðum í skilum með okkar greiðslur,“ sagði Sigurður H. Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. 18. nóvember 2008 17:20 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að deildin hafi ekki greitt skatta og launatengd gjöld af launum Damon Bailey er hann var á mála hjá félaginu árið 2005. Það verði hins vegar gert nú. Bailey, sem var einnig samningsbundinn Grindavík í haust, sagði í viðtali við Vísi að engin gögn hefðu fundist um að tekjuskattur hafi verið greiddur af launum hans síðan hann kom fyrst til landsins, árið 2004. Á þeim tíma hefur hann leikið með Hamar/Selfoss, Þór í Þorlákshöfn, Njarðvík og Grindavík. Forráðamenn Njarðvíkur fullyrtu hins vegar í kjölfarið að þeir hefðu staðið í skilum á öllum sínum greiðslum, eins og kemur fram í greininni sem má finna hér að neðan. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að skattar og launatengd gjöld af launum þeirra Bailey og Tiffany Roberson, sem lék með kvennaliði Grindavíkur þar til í haust, verða greidd á næstunni. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan: „Yfirlýsing frá Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Körfuknattleiksdeild Grindavíkur vill koma á framfæri að skattar og launatengd gjöld verða greidd af öllum launum þeirra Damon Bailey og Tiffany Roberson á árinu 2008. Varðandi fullyrðingu Damon um að ekki hafi verið greidd launatengd gjöld af launum hans árið 2005, þegar hann lék með Grindavík um tveggja mánaða skeið, þá staðfestir Kkd Grindavíkur að það er rétt hjá Damon. Á þeim tíma töldum við að hægt væri að greiða erlendum leikmönnum laun sem verktökum ef þeir dvöldu og störfuðu á landinu í skemmri tíma en 183 daga. Í sumar og haust var farið ofan í saumana á þessu málum, en Vinnumálastofnun, Útlendingastofnun og KKÍ höfðu lagt á það áherslu að þessi mál væru í lagi. Kkd Grindavíkur leitaði álits vegna málsins hjá endurskoðunarstofu. Niðurstaðan af þeirri vinnu var sú að deildinni bæri að greiða skatta af launum erlendra leikmanna, sama hversu lengi þeir störfuðu hér. Það var því ekki annað að gera en að taka strax á málinu og, eins og greint er frá hér að ofan, verða greiddir skattar og launatengd gjöld af launum erlendra leikmanna Kkd Grindavíkur. f.h. Kkd Grindavíkur Óli Björn Björgvinsson"
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Bailey: Engar skattgreiðslur á fjórum árum Körfuknattleiksmaðurinn Damon Bailey segir að engin gögn séu að finna um að tekjuskattur hafi verið greiddur af launum hans á þeim rúmum fjórum árum sem hann lék körfubolta hér á landi. 18. nóvember 2008 15:36 Njarðvíkingar segja fullyrðingar Bailey rangar „Þetta er bara ekki rétt. Við getum sýnt fram á að við stóðum í skilum með okkar greiðslur,“ sagði Sigurður H. Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. 18. nóvember 2008 17:20 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Bailey: Engar skattgreiðslur á fjórum árum Körfuknattleiksmaðurinn Damon Bailey segir að engin gögn séu að finna um að tekjuskattur hafi verið greiddur af launum hans á þeim rúmum fjórum árum sem hann lék körfubolta hér á landi. 18. nóvember 2008 15:36
Njarðvíkingar segja fullyrðingar Bailey rangar „Þetta er bara ekki rétt. Við getum sýnt fram á að við stóðum í skilum með okkar greiðslur,“ sagði Sigurður H. Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. 18. nóvember 2008 17:20