Sport

Williams-systurnar fengu gull

Elvar Geir Magnússon skrifar
Serena Williams.
Serena Williams.

Í morgun lauk keppni í tennis kvenna á Ólympíuleikunum í Peking. Systurnar Venus og Serena Willams náðu að vinna gull í tvíliðaleik en í einliðaleik var Elena Dementieva hlutskörpust.

Sigur Williams-systranna í tvíliðaleiknum var nokkuð öruggur en þær lögðu Medinu Garrigues og Virginiu Ruano Pascual frá Spáni í úrslitum 6-2 og 6-0.

Þær unnu einnig tvíliðaleikinn á Ólympíuleikunum 2000 en fyrir fjórum árum gátu þær ekki varið titilinn vegna meiðsla Serenu. Kínverskar stúlkur tóku bronsverðlaunin.

Elena Dementieva og Dinara Safina, báðar frá Rússlandi, mættust í úrslitum í einliðaleiknum. Safina byrjaði betur og vann fyrsta settið en Dementieva kom til baka og náði gullinu. Rússland tók öll verðlaunin í einliðaleiknum þar sem Vera Zvonareva vann bronsið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×