Viðskipti erlent

Darling óttast ekki málsókn Íslendinga

Alistair Darling.
Alistair Darling.

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, hefur engar áhyggjur af fyrirhugaðri málsókn íslenskra stjórnvalda gegn breskum. Þetta kemur fram í Financial Times í dag þar sem m.a. er greint frá löggjöf þeirri sem samþykkt var á Alþingi rétt fyrir jólin sem gefur heimild til málsóknarinnar.

Darling segir að hann telji það ábyrga ákvörðun að beita hryðjuverkalöggjöf landsins til að vernda innstæður Breta í íslensku bönkunum í haust. Samkvæmt Financial Times er talið að málsókn þessi verði blásin af ef Bretar samþykki að beita ekki refsivöxtum á rúmlega 2 milljarða punda lán sitt til Íslendinga, eða hátt í 400 milljarða kr., en lánið var notað til að borga innstæðurnar á Icesave-reikningum Landsbankans.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×