Viðskipti innlent

Bréf í DeCode aldrei lægri

Kári Stefánsson forstjóri. Sá sem keypti hlutabréf í DeCode fyrir átta árum getur selt þau og farið einu sinni í bíó fyrir andvirðið.
Kári Stefánsson forstjóri. Sá sem keypti hlutabréf í DeCode fyrir átta árum getur selt þau og farið einu sinni í bíó fyrir andvirðið.

Gengi hlutabréfa í DeCode, móður­félagi Íslenskrar erfðagreiningar, fór undir einn bandaríkjadal í gær og hafði aldrei verið lægra. Um miðjan dag stóð það í 96 sentum á hlut.

DeCode var skráð á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn í Bandaríkjunum árið 2000. Gengi bréfanna endaði í 25,44 dölum á hlut á fyrsta degi og fór hæst í 28,75 dali 11. september sama ár. Eftir það tók það að lækka jafnt og þétt með stöku sveiflum. Miðað við gengið í gær hefur það fallið um 96 prósent frá fyrsta degi.

Fyrir skráningu bréfanna voru dæmi um að þau gengju kaupum og sölum á gráum markaði á rúma sextíu dali á hlut. Hafi hlutafjáreigandi keypt bréf í DeCode fyrir eitt hundrað þúsund krónur á þeim gráa nemur verðmæti bréfa hans í dag um 1.700 krónum. Það dugar fyrir einum bíómiða – að Regnboganum undanskildum – stórum poka af poppi og kók. Eftir standa hundrað krónur í stöðumæli. - jabAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.