Viðskipti innlent

Handbært fé ríkissjóðs eykst um tæpa 27 milljarða kr.

Samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkissjóðs fyrir fyrstu sjö mánuði ársins jókst handbært fé frá rekstri um 26,8 milljarða kr. innan ársins, sem er 10,9 milljarða kr. lakari útkoma heldur en á sama tíma í fyrra.

Tekjur ársins hækka um 12 miljarða kr., en gjöldin um 34 milljarða kr. millli ára. Útkoman er engu að síður 15,4 milljarða kr. hagstæðari heldur en gert var ráð fyrir.

Tekjur hækka um 7 milljarða kr. umfram áætlun og gjöldin eru um 9 milljarðar kr. innan áætlunar. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 35,5 miljarða kr., en hann var neikvæður um 22,4 milljarða kr. á sama tíma í fyrra.

Skýringin á þessum viðsnúningi er sá að í fyrra keypti ríkissjóður hlut tveggja sveitarfélaga í Landsvirkjun fyrir 30 milljarða kr , auk þess sem veitt var 44 milljörðum kr. til styrkingar á eiginfjárstöðu Seðlabanka Íslands.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×