Innlent

Þingsetning í skugga hamfara á fjármálamarkaði

Frá þingsetningu í fyrra.
Frá þingsetningu í fyrra.

Hundrað þrítugasta og sjötta löggjafarþing Alþingis verður sett á morgun í skugga hamfara á fjármálamarkaði. Þingsetning hefst með guðsþjónustu klukkan hálftvö á morgun í Dómkirkjunni.

Séra Anna Sigríður Pálsdóttir dómkirkjuprestur predikar og þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, herra Karli Sigurbjörnssyni. Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskupinn yfir Íslandi, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins og forseti Íslands setur þingið.

Að því loknu minnist forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, látins fyrrverandi alþingismanns og ávarpar þingheim. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 16 síðdegis. Þá koma þingmenn saman og verður hlutað um sæti þingmanna. Enn fremur verður fjárlagafrumvarpi næsta árs útbýtt.

Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða á fimmtudagskvöld en daginn eftir mælir fjármálaráðherra fyrir fjárlagafrumvarpinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×