Viðskipti erlent

XL Leisure Group í þrot

Ferðaskrifstofan XL Leisure Group í Bretlandi er gjaldþrota og mun Eimskip þar með bera ábyrgð á 27 milljarða króna láni sem það gekk í ábyrgð fyrir við sölu XL í október 2006.

Þar með reynir á fyrirheit Björgólfsfeðga og fleiri fjárfesta, að kaupa kröfuna og verja þannig hagsmuni Eimskips. Nýjar afkomutölur sýna að Eimskip tapaði tveimur og hálfum milljarði króna á þriðja ársfjórðungi.

Breska dagblaðið Daily Telegraph segir í morgun frá því að þúsundir breskra ferðamanna séu strandaglópar erlendis vegna gjaldþrotsins en XL var þriðja stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Bretlands. Áhrif gjaldþrots XL Leisure á hag knattspyrnufélagsins West Ham kunna að verða afdrifarík því fyrirtækið hefur verið helsti bakhjarl knattspyrnufélagsins fram að þessu. West Ham er í eigu Björgólfs Guðmundssonar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×