Erlent

Íran ætlar ekki að hætta að auðga úran

Ahmadinejad, forseti Írans segir nei við tilboði Solana.
Ahmadinejad, forseti Írans segir nei við tilboði Solana. MYND/AP
Stjórnvöld í Teheran segjast ætla að hafna öllum samningaumleitunum sem ganga út á að Íranar hætti auðgun úrans. Javier Solana, sem fer með utanríkismál fyrir hönd ESB lagði í dag fram tilboð fyrir hönd stórveldana sem felur í sér að Íranir hætti að auðga úran en fái í staðin aðstoð við að byggja upp "friðsamlega" kjarnorkuáætlun. Solana fundar nú með íranska utanríkisráðherranum og segjast íranar tilbúnir til að ræða tilboðið, en að ekki sé inni í myndinni að lofa að hætta að auðga úran.

Þrátt fyrir þetta lítur út fyrir að fundur Solana hafi gengið ágætlega og útlit er fyrir að viðræðum verði haldið áfram. Fastafulltrúar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna ásamt Þýskalandi hafa hótað Írönum frekari refsiaðgerðunum fallist þeir ekki á tilboð Solana.

George Bush, Bandaríkjaforseti, er staddur í París þar sem hann hitti Frakklandsforseta í dag og sagðist hann vonsvikinn með viðbrögð Írana í málinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×