Erlent

Breskir íhaldsmenn vilja fá að kjósa um Lissabon - sáttmálann

Breskir íhaldsmenn skora á ríkistjórn Bretlands að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabon-sáttmálann. Áskorunin kemur í kjölfar þess að breska ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að sáttmálinn verði samþykktur á þinginu þrátt fyrir að Írar hafi fellt hann í þjóðaratkvæði í gær.

Willam Hague, utanríkisráðherra íhaldsmanna í skuggaráðuneyti þeirra, segir að kosningin á Írlandi sé mikið áfall fyrir evrópustefnu Verkamannaflokksins. Hann segir að það eina sem fyrir ráðamönnum í Evrópusambandinu vaki með því að halda áfram að keyra sáttmálann í gegnum þjóðþing aðildarlandanna sé að þrýsta á Íra um að samþykkja hann í annari þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sáttmálinn öðlast ekki gildi nema allar aðildarþjóðir sambandsins samþykki hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×