Erlent

Gríðarleg úrkoma í Iowa

Að minnsta kosti tveir hafa látið lífið og þúsundir þurft að flýja heimili sín vegna mikilla flóða í Iowa fylki í Bandaríkjunum. Gríðarlega mikil úrkoma hefur verið í fylkinu undanfarna daga með þeim afleiðingum að ár hafa flætt yfir bakka sínar og yfir nærliggjandi vegi og þorp.

Ástandið er hvað verst í borginni Des Moines en þar hafa yfirvöld þurft að rýma mörg hverfi vegna flóðavatns. Spáð er áframhaldandi úrkomu á svæðinu næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×